
Einar Pálsson var fyrsti foarstjóri RB, frá 1. október 1973. Hann hafði um átta ára skeið unnið að rafreiknimálum hjá IBM á Íslandi og í Danmörku.
Einar lést af slysfsörum í júní 1977.

Þórður Sigurðsson var forstjóri RB frá 1. októbér 1977.
Hann var forstöðumaður rafreiknideildar Búnaðarbankans 1972-1977, sat í samráðsnefnd um stofnun Reiknistofu bankanna og var forstjóri RB frá 1977 til 1996, þegar hann lét af störfum vegna aldurs.
Heilgi H. Steingrímsson var forstjóri frá 1. júlí 1996, en hafði áður verið í samstarfsnefnd RB frá 1974, lengst af sem formaður hennar, sem fulltrúi Landsbanka Íslands þar sem hann hóf störf 1961.

Friðrik Þór Snorrason tók við starfi forstjóra í febrúar 2011. Hann hafði áður gengt ýmsum stjórnunar og ráðgjafarstörfum innan tæknigeirans undanfarin 11 ár á Íslandi, Bandaríkjunum og Bretlandi.
Friðrik hefur verið framkvæmdastjóri tækni- og rekstarþjónustu-fyrirtækisins Skyggnis síðan 2008 en þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Nýherja. Hann hafði jafnframt setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka og verið formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja.

Ragnhildur var ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna í janúar 2019. Ragnhildur kom til RB frá Wow Air þar sem hún starfaði sem aðstoðarforstjóri frá því í ágúst 2017. Þar áður var Ragnhildur framkvæmdastjóri Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum í fimm ár og forstjóri Promens í rúm fimm ár. Þar áður starfaði Ragnhildur hjá Icelandair/Flugleiðum í sex ár og gegndi stöðu forstjóra í í lok þess tíma.
Ragnhildur er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt. Hún lauk CS prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1995, MS prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Wisconsin árið 1996 og MS prófi í viðskiptafræði frá sama skóla 1998. lok þess tíma.