Betur sjá augu en auga
og Glöggt er gests augað!

Ákveðið var sl. vor, í tilefni af 50 ára afmæli RB 23. mars 2023, að setja upp e.k. söguvef til að varðveita minnisverða og áhugaverða viðburði, tæknilega þróun, en einnig  að halda til haga svipmyndum úr daglegu lífi, eins og lesa má í Fréttabréfi og Króniku RB.  Umfjöllun um RB í fjölmiðlum er einnig að finna, jákvæða, neikvæða og hlutlausa eftir atvikum.

Vefnum er ekki ætlað að rekja sögu RB í sagnfræðilegum skilningi, heldur aðeins að sýna svipmyndir og minningar sem jafnframt  eru heimildir um tölvu- og upplýsingatækni á Íslandi frá því um og eftir 1973.

Þessi aðgangur er settur upp fyrir starfsfólk RB til að leggja sögvefnum lið með ábendingum um áhugavert óbirt efni, athugasemdum og leiðréttingum við það sem þegar hefur verið skráð.

Vefurinn er, eins sjá má, enn í þróun, bæði hvað varðar efni og uppsetningu.  

Undir SARPUR í valslá er að finna skráningarform fyrir viðbætur og athugasemdir, yfirlit yfir skráð framlög starfsmanna og lista yfir skönnuð skjöl sem enn bíða innsetningar.

Undir VEFKORT er að finna allar helstu síður vefsins.  Þessir tveir valkostir, ásamt ÚTSKRÁ verða ekki sýnilegir þegar vefurinn verður opnaður almenningi í mars nk. á 50 ára afmæli RB.

Einnig er hægt að koma athugasemdum á framfæri í netpósti á Jón Ragnar eða mæta mér í návígi undir fjögur augu, ef það hentar betur. Allar ábendingar og athugasemdir er vel þegnar.

Mundið að ÚTSKRÁ eftir skoðun.

Kveðjur,
Jón Ragnar

Skip to content