Kerfi sem er smíðað til að mæta kröfu um staðlað útlit skjámynda (GSD staðall um samræmd notendaskil).
Skrifað í PL1 forritunarmáli fyrir notkun í CICS umhverfi og notar CICS möpp.
Hugmyndafræðin var að haus og botn skjámyndar væri alltaf eins þ.e. svæði eins og númer skjámyndar, bankaheiti, dagsetning eru í haus skjámyndar og opið svæði um nýtt val og notkun PF lykla og fleira í botni skjámyndar.
Miðbik skjámyndar var svo breytilegt eftir eðli fyrirspurnar. FS – kerfið var svo útvíkkað til að meðhöndla CICS þjónustur/strengi, svokölluð RB-brú sem ræst var í gegnum tcp/ip tengingar frá kerfum bankanna.
Kerfisgerð hófst: 1993
Notkun hófst: 1994
Notkun lauk: 2023
Notkun lauk með útleiðingu stórtölvuumhverfis hjá RB.
Forritaunarmál: PL/I
Gagnavistun: Adabas og DB2
Umsögn:
Kerfið var nauðsynlegt til að geta stýrt stöðluðu útliti skjámynda. Fram að því voru skjámyndir alla vega allt eftir smekk og skoðun forritara.
Kerfið gerði líka mögulegt að nota CICS á þann hátt að forritari þurfti bara að skrifa forrit fyrir miðhluta skjámyndar, svokallaðan V hluta myndar, Aðra hluta myndar sér FS um sem miðlægt kerfi sem sparaði mikla forritunarvinnu. Einnig sannaði kerfið ágæti sitt þegar cics þjónustum var bætt við sem virkni.
Þegar upp komu vandamál var einfalt að stoppa birtingu skjámyndar eða virkni þjónustu og birta á skjá vitrænan texta um eðli vandamáls.