Skip to content

IN Innlán

Áætlað var að sameina innlánakerfi RB sem sama hæti og gert hafði verið með útlánakerfi skuldabréfa og víxla, af því varð þó ekki.

Innlánakerfin eru:

Veltureikningar AH-kerfi

  • AH stendur fyrir Ávísana- og hlaupareikningar, en með þróun veltureikninga frá tékkum að kortafærslum, var það nefnt Veltureikningar.
  • Veltureikningar er innlánsreikningar fyrir daglega notkun og skammtíma inneign, oft með heimild fyrir yfirdrætti sem er skammtímaskuld.
  • Tilgangur: AH-kerfið var fyrsta kerfi RB sem hafist var handa við árið 1975.
    • Einn megin tilgangur RB var að koma í veg fyrir misnotkun ávísana með því að geta bókað samdægurs allar ávísanir og ganga frá uppgjöri milli bankana.
  • Kerfisgerð hófst: 1975
  • Notkun hófst: 1976
  • Afdrif: Fært yfir í Sopra 2022
  • Umsögn: Notkun kerfisins lauk við yfirfærslu í Sopra á árunum 2017-2022.

Sparireikningar SP-kerfi

  • Notkun hófst: 1977

Innlendir gjaldeyrisreikningar IG-kerfi

  • Notkun hófst: 1978

Þróunarsaga innlána, skv. kynningu Þórðar Sigurðssonar:

  • AH var fyrsta og síðan stærsta verkefni RB
  • 1975-12 Allri átta bankar komnir inn með afgreiðslur á Reykjavíkursvæðinu
  • 1976-06 Skjalaskipti tekin í notkun
  • 1976-10 Fyrsta afgreiðsla utan Reykjavíkur tengd með símalínu
  • 1976-11 Færsluskrá innstæðulausra tékka – FIT
  • 1977-12 SP-kerfi, sparireikningar, tekið í notkun
  • 1978-12 kerfi innlendra gjaldeyrisreikninga tekið í notkun
  • 1979 Lokunarskrá tekin í notkun