Breytingastjórnarkerfi fyrir þróunarumhverfið í NATURAL og hin ýmsu þriðju kynslóðarumhverfi.
Breytingastjórnarkerfi eru notuð til að hafa stjórn á og hafa yfirlit yfir forritsflutninga milli hinna ýmsu umhverfa. Þau eiga að tyggja að forritarar framkvæmi breytingar á forritum eftir fyrirfram skilgreindu ferli og flytji síðan forritin á réttan hátt yfir í vinnsluumhverfið.
Breytingastjórnarkerfið býður upp á endurskoðun á breytingum sem gerðar hafa verið á forritum, hver framkvæmdi þær, hver flutti forritin og hvenær.
Notkun hófst: 1997
Notkun lauk: 2004
Notkun sjálfkrafa hætt við DB2 væðingu kerfa og hætt er að skrifa forrit í Natural fyrir Adabas gagnagrunninn.
Forritunarmál: Natural
Gagnavistun: Adabas