Stiklur
Hér er stiklað á helstu viðburðum í sögu Reiknistofu bankanna frá því áhugi vaknaði á að samnýta tækni og aðferðafærði við úrvinnslu bankaverkefna, með hagræðingu og sparsemi að leiðarljósi, en þó að hafa mátt til að fylgjast með nýrri tækni og nýta hana fyrir íslenska fjármálastarfsemi.
1970
Aðdragandinn
Bankastjórar viðskiptabankanna ákveða á fundi sínum 25. nóvember, að skipa nefnd til að athuga möguleika á sameiginlegri þjónustu fyrir viðskiptabankana, einkum sameiginlegri notkun rafreikna.
1970
1971
Rafreikninefnd skilar greinargerð
Rafreikninefndin taldi hagkvæmara, almennt séð, að reka einn stóran rafreikni í stað fleiri smærri, og taldi, að kostirnir væru helstir: minni stofn- og rekstrarkostnaður og fleiri tæknilegir möguleikar.
1971
1972
Framkvæmdanefnd skipuð
Framkvæmdanefndin vann í 1½ ár að söfnun upplýsinga frá bönkunum, gerð útboðslýsingar og öflun tilboða og skilaði skýrslu um þau tilboð sem bárust og samanburði á þeim.
1972
1973
Stofnfundur
Stofnfundur Reiknistofu bankanna var haldinn 23. mars 1973. Á þeim fundi var undirritaður sameignarsamningur um Reiknistofuna og kosin stjórn, varastjórn og endurskoðendur.
1973
1973
Samstarfsnefnd
Bankarnir tilnefndu menn í samstarfsnefnd um RB og hélt sú nefnd fyrsta fund sinn 15. nóvember 1973. Fyrsta verk samstarfsnefndar var að taka afstöðu til skýrslu framkvæmdanefndar um þrjú tilboð í vélbúnað fyrir RB, frá Burroughs, IBM og NCR og ákvað, eftir nákvæman samanburð, að mæla með því við stjórn RB að IBM samstæðan yrði fyrir valinu.
1973
1974
Starfsemi hefst
Forstjóri hóf störf 1. september 1973, en fyrstu starfsmenn eru ráðnir í ársbyrjun 1974, yfirkerfisfræðingur, ritari og fimm kerfisfræðinemar.
1974
1974
Samningur um fyrstu tölvuna
Samningur um fyrstu IBM tölvuna fyrir Reiknistofu bankanna var undirritaður í hringborðssal Landsbanka Íslands í febrúar.
1974
1975
RB flytur í nýtt húsnæði í Kópavogi
RB flutti höfuðstöðvar sínar á Digranesveg í Kópavogi.
Starfsfólk ráðið í kerfisrekstur. Fyrsta tölvukerfi RB tekið í notkun, AH Ávísana- og hlaupareikningar.Nú var mögulegt að vélvæða allan lestur á tékkum og jafnframt afgreiða daglegt uppgjör milli banka.
1975
1975
Fyrsta tölva RB
IBM 370/135.
Innra minni 148 Kb.
IBM 3330 diskar 100 Mb. Prentari 2000 línur á mínútu. Tveir OCR lesarar. Spjaldalesarar 80 og 96 dálka.
IBM 3330 diskar 100 Mb. Prentari 2000 línur á mínútu. Tveir OCR lesarar. Spjaldalesarar 80 og 96 dálka.
1975
1976
Samdægurs bókun tékka
Skjalaskipti með samdægurs bókun hófust 11. júní að kerfisprófi loknu og þá hafði náðst áfangi, sem hvergi annars staðar í heiminum var að finna, þ.e. vélræn skjalaskipti og samhliða bókun allra tékka á viðkomandi reikninga.
Þannig skilaði RB á hverju kvöldi sama árangri og „skyndikannanir“ Seðlabankans áður, en þær höfðu verið framkvæmdar 3svar til 5 sinnum á ári með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn.
1976
1977
Sparisjóðsverkefnið
SP-kerfið tilbúið í desember. Afgreiðslustöðum tengdum RB um símann fjölgaði um 9 á árinu. Eftir að SP-kerfið komst í notkun jókst áhugi útibúa um allt land á símatengingu við RB og jafnframt með hliðsjón af tíðum vaxtabreytingum.
1977
1978
Fyrstu útlánaverkefnin
Skuldabréfa- og innheimtuvíxlakerfi tekin í notkun. Stefnumörkun samþykkt af flestum bönkum og kaup á fjórum sinnum stærri vél en fyrir var enda var samþykkt, að bankarnir skyldu flytja alla sína
tölvuvinnslu til RB til að réttlæta kaupin.
1978
1978
IBM 370/147
Ný tölva keypt, innra minni er 1 Mb.
„Þrefalt fljótari en IBM 370/135“
1978
1979
Útstöðvar fyrir kerfissvið
Kerfissvið fékk útstöðvar beintendar við tölvu RB til hönnunar og viðhalds kerfa.
Örskyggnur voru teknar í notkun til geymslu á listum og til uppflettinga.
1979
1981
Myntbreytingin
1. janúar 1981 var gerð myntbreyting þar sem felld voru brott tvö núll af verðgildi krónunnar, þannig að 100 gamlar krónur urðu að 1 nýrri krónu.
Þessi ákvörðun krafðist eðlilega breytinga á öllum tölvukerfum sem unnu með íslenskar krónur.
1981
1981
Skjalalaus greiðsluskipti
Hætt er að senda tékka til RB í innlestur í ágúst 1981, en í þess stað er þeir skráðir á staðnum og sendir um gagnalínu.
1981
1983
Samningur um Kienzle afgreiðslukerfi
Samningur við EJS um kaup á Kienzle afgreiðslukerfi.
Samband íslenskra sparisjóða verður fullgildur samstarfsaðili.
1983
1987
Nýtt stýrikerfi
Nýtt stýrikerfi MVS í stað DOS.
OCR lestri hætt í RB
1987
1986
RB flytur að Kalkofnsvegi 1
RB flytur í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1, sumardaginn fyrsta 24. apríl 1986.
Keypt var fyrsta stórtölvan, IBM 3090/150 með 32 MB minni.
Keypt var fyrsta stórtölvan, IBM 3090/150 með 32 MB minni.
1986
1987
Upptaka kennitalna í stað nafnnúmera
Frá og með 1. janúar 1987 verður núverandi nafnnúmerakerfi þjóðskrár og fyrirtækjaskrár lagt niður en í þess stað teknar upp
nýjar auðkennistölur fyrir einstaklinga, fyrirtæki,
félög og stofnanir, svonefnd kennitala.
1987
1993
Debetkort tekin í notkun
Í lok 1993 var DK-kerfið tekið notkun og tók við færslum úr posum og kassakerfum þeirra söluaðila, sem gert höfðu samning við kortafyrirtækin um móttöku debetkorta. Nokkur andstaða var við kortin í byrjun, því ekki voru allir sáttir við gjaldtöku bankanna.
1993
2000
Aldamótaátakið
Breyta þurfti fjölda tölvukerfa vegna aldamótanna. Til að spara pláss á geymslumiðlum höfðu ártöl verið skrá með tveimur tölustöðum, t.d. 87 í stað 1987. og síðan öldinni 1900 bætt við í útreikningi og við útprentanir. Að óbreyttu yrði því árið 2000 túlkað sem 1900, þ.e. tveir síðustu stafir ártals að viðbætti fyrri öld 1900. Þetta myndi augljóslega valda villum og röngum niðurstöðum við úrvinnslu.
2000
2001
Kröfupotturinn tekinn í notkun
Kröfupotturinn eykur skilvirkni og þægindi og einfaldar fólki að fá yfirlit og greiða reikninga. Potturinn er jafnframt umhverfisvænn þar sem hann dregur úr pappírsnotkun og póstsendingum.
2001
2003
Upptaka IBAN númera
Alþjóðlega reikningsnúmerkerfið IBAN var tekið í notkun fyrir mitt ár og þannig staðið við tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins.
2003
2003
Niðurfelling aura
Samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands voru aurar felldir niður sem löglegur gjaldmiðill frá og með 1. október 2003.
Niðurfelling aura úr öllum kerfum Reiknistofunnar var tímafrek aðgerð en tókst með ágætum fyrir tilsettan tíma.
2003
2011
RB hlýtur Upplýsingaverðlaun SKÝ
Í greinargerð valnefndar verðlaunanna kemur fram að Reiknistofa bankanna hafi í 38 ár verið leiðandi upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið
hafi séð Íslendingum fyrir greiðsluþjónustu sem hefur gert viðskipti fyrirtækja og einstaklinga hagkvæm, skjót og örugg.
2011
2012
RB kaupir Teris
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna
Reiknistofu bankanna og Teris
og gert samkomulag við eigendur
Reiknistofu bankanna um skilyrði
til að tryggja virkari samkeppni á
fjármálamarkaði.
2012
2013
RB flytur í Katrínartún 2
RB flutti höfuðstöðvar sínar frá Kalkofnsvegi að Katrínartúni með starfsaðstöðu fyrir rúmlega 160 manns.
2013
2013
Kröfupottur keyptur
RB kaupir Kröfupott Greiðsluveitunnar ehf., dótturfélags Seðlabanka Íslands Með kaupunum mun íslenskt fjármálakerfi eflast með aukinni samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja. Kröfupotturinn heldur utan um kröfur fyrir alla íslensku bankana. Kerfið er einstakt vegna þess að í krafti þess er hægt að skoða og greiða kröfur í öllum heimabönkum. Í dag eru meira en 30 milljónir krafna stofnaðar í pottinum á hverju ári.
2013
2015
Innleiðing SOPRA hefst
Reiknistofa bankanna hefur
gert samning við Sopra Banking
Software um innleiðingu nýs innlána- og greiðslukerfis á Íslandi.
Allir íslensku bankarnir hafa notað
sömu innlána- og greiðslukerfin, sem
eru þróuð og forrituð af RB. Hafa
bankarnir síðan prjónað eigin viðbætur við kerfið. Nýja kerfið er fjölbankakerfi og verður hægt að millifæra milli banka í rauntíma.
2015
2019
Jafnlaunavottun
RB hlýtur jafnlaunavottun, sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi RB samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins, ÍST85:2012. Tilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og miða að auknu launajafnrétti kynjanna. Með þessu er markmiðið að auka almenna starfsánægju starfsmanna með gegnsærra og réttlátara launakerfi
2019
2020
Nýtt millibankakerfi
Lokið við innleiðingu á nýju millibankakerfi Seðlabanka Íslands.
Veltan í stórgreiðslukerfinu var 17 þúsund milljarðar króna í um 118 þúsund greiðslufyrirmælum á síðasta ári. Millibankakerfið er kjarninn í rauntímagreiðslumiðlun Íslendinga
2020
2021
Nýtt hluthafasamkomulag
Nýtt hluthafasamkomulag var undirritað í lok ársins. Með nýju hluthafasamkomulagi, hefur eignarhald RB verið einfaldað og er RB nú eingöngu í eigu bankanna og Seðlabankans. Áherslubreyting verður hjá RB í þá átt að RB mun fyrst og fremst þjónusta bankana til þess að ná enn betri árangri í rekstri sameiginlegra lykilinnviða.
2021
2022
Sopra innleiðingu lokið
Íslenska bankakerfið keyrir nú allt í Sopra, innlána- og greiðslukerfi.
Verkefnið hófst árið 2012 og lauk í febrúar 2022, þegar greiðslukerfið var gangsett hjá Seðlabanka Íslands, Kviku og Sparisjóðnum. Með þessum lokaáfanga lýkur 40 ára gamalli sögu eldri innlána og greiðslukerfa landsins.
Að baki innleiðingunni liggja um 277.000 vinnustundir í vinnuframlagi starfsmanna RB, sem samsvarar rúmlega 39 þúsund vinnudögum. Áður voru Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki komnir í nýju lausnirnar frá Sopra.
2022
2022
ARK og Swift
Til að ná fram aukinni samlegð við rekstur sameiginlegra fjármálainnviða keypti RB ARK-kerfi og SWIFT-þjónustu Greiðsluveitunnar ehf., dótturfélags Seðlabanka Íslands.
2022
2023
RB 50 ára 23. mars 2023
Reiknistofa bankanna var stofnuð 23. mars 1973 og fagnaði því 50 ára afmæli 23. mars 2023 með starfsfólki og viðkiptavinum.
2023
2023
Útleiðing stórtölvU RB
Unnið var markvisst að útleiðingu stórtölvunnar og var rekstri hennar hætt 30. mars 2023, sem leiddi af sér hagræðingu og einföldun á innviðum fjármálakerfis Íslands.
Fáheyrt er að rekstri stórtölvu (IBM mainframe) sé hætt í rekstri banka. Tímamót í sögu RB þegar þessum á áfanga var náð.
2023